146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

126. mál
[15:48]
Horfa

Oktavía Hrund Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Eftirlitskerfi á fjármálamarkaði er bráðnauðsynlegt. Það að hafna skyldu til nafnleyndar með þessari breytingu er að fjarlægja grundvallaratriði í útfærslu þessa kerfis sem án þess mun ekki skila tilætluðum árangri sem kerfið setti upp til að ná fram og tryggja vernd afhjúpenda. Þessi lög gætu orðið til þess að setja hættuleg fordæmi til framtíðar og hafa það í för með sér að lögin muni ekki skila þeim árangri sem við þurfum nauðsynlega að ná hérlendis til að taka á spillingu. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess hve smátt samfélag okkar er og návígið mikið.

Þess vegna segi ég nei við frumvarpinu í sínu núverandi formi.