146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég greiddi atkvæði gegn þessu afbrigði í dag. Ekki út af því að ég sé á móti málinu heldur af því að ég er ósátt við vinnubrögðin hér á Alþingi. Þetta mál er mjög flókið. Það hefði einmitt átt að vera í forgangi nokkru fyrr. Búið er að gera ráð fyrir að umsagnartími verði styttur og við erum nýbúin að fara í gegnum það að mál sem afgreitt var héðan var svo göllum hlaðið að það jaðraði við stjórnarskrárbrot.

Ég verð að segja að ef áhugi ráðherrans á að koma þessu máli í þinglega meðferð er ekki meiri en svo að hann getur ekki verið hér til að ræða við okkur þingmenn um það, þá er ekkert tilefni til þess fyrir minni hlutann að greiða leið fyrir eitt einasta mál í 1. umr. Það er bara þannig. (Forseti hringir.) Ég krefst þess að við gerum hlé á þessum fundi nú þegar og að forseti fundi með þingflokksformönnum.