146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

um fundarstjórn.

[19:45]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg):

Frú forseti. Ég átta mig engan veginn á þessum vinnubrögðum. Hvað í ósköpunum er í gangi? Er frú forseti búin að koma þeim skilaboðum til ráðherra að þingheimur krefjist þess að ráðherra mæti tafarlaust hingað í þingsal og mæli fyrir þeim málum sem löggjafarsamkundan samþykkti í dag að greiða fyrir, í þeirri góðu trú að um þetta mál yrði rætt hér í kvöld? Hvers konar vanvirðingu er verið að sýna þingheimi og löggjafarvaldinu? Hvar er ráðherra, frú forseti? (Forseti hringir.) Ef ráðherrann ætlar ekki að sýna þinginu tilhlýðilega virðingu og sóma krefst ég þess að við slítum þessum þingfundi tafarlaust. Annað er ekki í boði.