146. löggjafarþing — 66. fundur,  16. maí 2017.

barnaverndarlög.

426. mál
[21:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er kjarni málsins. Ef við viðurkennum að þetta sé brot gegn barni. En hérna er mjög erfitt að gera greinarmun á því hjá foreldri hvort ekki sé í raun og veru um einlægan vilja foreldris til að vernda barnið. Það er rosalega erfitt að sýna fram á að svo sé ekki. Ég get ekki séð að eitthvert dómsvald geti tekið sér þann rétt að segja: Nei, þú berð ekki hag barnsins í þessu tilviki best fyrir brjósti. Eftir að samningaleið og aðrar leiðir sem til eru hafa þrotið. Ekkert sem verðskuldar fangelsisvist alla vega. Það er lykilatriði hér, fangelsisvistin. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta öðruvísi, án þess að það leiði til fangelsisvistar.