146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð o.fl.

553. mál
[16:46]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka framsögumanni fyrir ræðu hans. Ég vil beina fjórum spurningum til hans. Við vinnslu frumvarpsins kom til umræðu að opna fyrir þann möguleika að þeir einstaklingar sem misstu fasteign sína í nauðungarsölu vegna bankahrunsins á ákveðnu tímabili myndu fá að njóta þeirra forréttinda sem felast í því að geta tekið út séreignarsparnað til kaupa á eigin húsnæði. Kom til umræðu ferli sem snýr að afgreiðslu á útgreiðslu séreignarsparnaðarins, annars vegar þegar maður kaupir og hins vegar þegar maður byggir? Hvernig er hægt að lækka sem mest fjármagnskostnaðinn hjá einstaklingum sem eru að fara að byggja í fyrsta sinn? Hver er ástæðan fyrir því að mati hv. þingmanns að hér er ekki ítrekað að það eigi ekki að vera möguleiki á því að nýta séreignarsparnaðinn til þess að kaupa sér búseturétt?