146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Ég vil bæta aðeins við í seinni fyrirspurn minni og seinna andsvari við hv. þingmann af því að hún gagnrýnir að ekki hafi farið fram greiningarvinna og sviðsmyndagerð vegna breytinga sem fjármálaáætlunin leiðir af sér.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Nú er flutt hér tillaga af hennar flokki, sem gerir ráð fyrir 334 þús. milljóna króna viðbótarsköttum, 1 milljón á hvert mannsbarn, 4 milljónum á hvert heimili: Hvaða greiningar hafa farið fram um áhrif þessara skattbreytinga?