146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:00]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspurn hv. þm. Katrínar Jakobsdóttur.

Landspítali – háskólasjúkrahús var auðvitað kominn í erfið mál áður en efnahagshrunið dundi yfir. Það var bara til að kóróna þann vanda sem blasti við í hruninu. Þetta er algjörlega lágmarksþörf fyrir spítalann til að komast í var um sinn. En hins vegar verður auðvitað að gera kröfu til spítalans líka, að hann lagi sig að breytingum og skipuleggi störf sín sem best. Ég held að það séu færi þar líka. Þetta er lágmarksfé, en það vantar auðvitað fjármuni inn í allt kerfið, ekki bara Landspítalann. Þetta tengist svo saman, ef heilsugæslan (Forseti hringir.) kemst á legg þá braggast þetta allt saman.

Varðandi greiðsluþátttökuna hef ég ekki þær tölur hvað þetta þyrfti að vera mikið í heildina, (Forseti hringir.) en við leggjum til 35 þús. kr. sem við teljum (Forseti hringir.) að sé í áttina.