146. löggjafarþing — 72. fundur,  26. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:53]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að við getum öll verið sammála því að það er af hinu góða að leggja línurnar, gera langtímaáætlun. Ég held að við getum verið sammála um að við styðjum hugmyndafræðina að baki lögum um opinber fjármál. En það er spurning hvað felist í þessu, hvaða pólitík sé í þessari fjármálaáætlun — sem er málamyndaplagg. Er verið að teppaleggja fyrir einkaaðila til að feta sig áfram í kerfinu og leysa málin á þeirra forsendum? Hvað segir hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé um það?