146. löggjafarþing — 76. fundur,  31. maí 2017.

skipun dómara í Landsrétt.

[11:13]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Sérfræðingarnir í stjórnskipunarlögum komu fyrir nefndina og sögðu að út frá þessu dómafordæmi og áliti umboðsmanns Alþingis frá þeim tíma eigi við ef ráðherra ætlar að víkja frá, jafnvel þótt lögum hafi verið breytt, áliti matsnefndar sem ráðherra er búinn að setja reglur um hvernig eigi að velja hæfasta umsækjandann, og velja einhverja aðra, verði ráðherra að fylgja sömu leikreglum og rökstyðja það. Er þessi rökstuðningur til? Því að rökstuðningurinn sem hefur komið til nefndarinnar uppfyllir ekki þessi skilyrði. Voru jafn hæfir sérfræðingar eins og kemur fram og verða líka að vera með til þess að fara í þetta mat ráðherra? Voru þeir? Við höfum ekki fengið svör um það. Nefndin hefur kallað eftir að við fáum þessar upplýsingar frá ráðherra. Mun hann veita þær? Hvort hann uppfylli (Forseti hringir.) þessi skilyrði dómsins, sama hvort ráðherra finnst að það eigi við eða ekki? Sérfræðingarnir segja að þau eigi við. Við eigum að taka upplýsta ákvörðun. Mun ráðherra upplýsa okkur um þetta? Gera það skriflega? Því að annars segja sérfræðingarnir að það grafi undan (Forseti hringir.) því nýja dómsvaldi sem er verið að skipa og réttaröryggi landsins.