146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jarðgöng undir Vaðlaheiði.

524. mál
[20:45]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég mun alltaf greiða fyrir samgöngubótum og mun þess vegna styðja þetta mál og fagna því að við séum að vinna að samgöngum. Ég vil samt taka fram, án þess að fara í umræður um málið, að óvenjuleg vinnubrögð eru við allt þetta mál sem gera að verkum að þessi samgöngubót er komin fram fyrir aðrar samgöngubætur. En ég fagna þeim rökum sem eru notuð með þessu máli. Þau sömu rök eiga við í mörgum öðrum mikilvægum samgöngubótum í landinu, ekki síst á Suðurlandi þar sem umferðarstraumurinn eykst hvað mest núna, þau rök að ríkissjóður sé að tapa fjármunum og þjóðhagslegum og félagslegum hagsmunum með því að klára ekki göngin. En það á líka við um að klára ekki og laga slysamikla vegi. Þess vegna vona ég að þingheimur allur taki sig saman og noti þessi rök á fleiri stöðum sem fyrst.