146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[21:20]
Horfa

Bjarni Halldór Janusson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég tel að þetta sé gott mál aðallega út af tvennu. Í fyrsta lagi tel ég að þetta sé skref fram á við fremur en aftur á bak. Best þykir mér umræðan sem á sér stað hér. Þegar málið var lagt fram skapaðist mikil umræða. Málið hefur verið lengi í umræðunni og hún hefur verið sérstaklega mikil út á við. Mér þykir hún hafa verið jákvæð þar. Nú á næstunni munum við auðvitað gera betur í þessu máli og snurfusa það. Það er einmitt það sem skiptir mestu máli í þessu, umræðan, við erum loksins að taka umræðu af alvöru um þetta mikilvæga mál og uppræta það kerfisbundna misrétti sem er til staðar. Því fagna ég þessu máli sérstaklega.