146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:44]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Ríkisstjórnin ætlar ekki að bjóða okkur upp á neina framtíð hér. Það á að höggva í sama knérunn og byggja á gömlum, úreltum atvinnuháttum. Þeir munu duga eitthvað en ekki lengi. Við þurfum að fara að byggja upp háskóla og framhaldsskóla. Við erum eftirbátar annarra Norðurlanda á háskólastigi. Hér eru svikin loforð, í fjármálaáætluninni, um að fjármagnið vegna styttingar framhaldsskólanna haldist inni í kerfinu. Hér er bara verið að bregðast við þeim svikum og er tækifæri til að leiðrétta það.