146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[15:54]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, þá erum við hv. þingmaður ekki alveg að túlka hlutina rétt vegna þess að kynjasjónarmiðin eru ekki höfð að leiðarljósi við tillögu ráðherra. Ég spyr þá á móti: Er hv. þingmaður, sem er femínisti að eigin sögn og ég hef séð til hans á þeim vettvangi, þá sáttur við tilfæringar ráðherra þegar kemur að kynjasjónarmiðunum, vegna þess að þau liggja ekki til grundvallar í ákvörðunum ráðherra?