146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:20]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Það hefði, held ég, enginn sagt neitt við því ef listinn frá ráðherra hefði bara komið með þessum breytingum upp á sjö konur og átta karla ef ekki hefði verið fyrir fleiri breytingar og að breytingarnar eins og þær eru núna væru órökstuddar. Þetta snýst um að breytingarnar eru órökstuddar. Það hefði ekki verið neitt mál að rökstyðja breytingar þar sem kynjahlutföllin hefðu verið jöfnuð. Ekkert mál. En það eru fleiri breytingar en bara það. Hafið það í huga. Þingmaðurinn segir nei.