147. löggjafarþing — 7. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:07]
Horfa

Eva Pandora Baldursdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mér heyrist við alveg vera sammála um þetta mál, það þurfi að leggja fram breytingar á þessum lögum. Því spyr ég: Af hverju gerði minni hluti nefndarinnar það ekki? Af hverju telur hv. þingmaður þá afsökun vera í lagi í rauninni að breyta engu af því að öllu verður ekki breytt? Eða hvernig breytir þetta ákvæði hlutum til hins verra? Er þetta ekki einmitt til þess komið að auka traust á stofnunum sem fara með þessi málefni?

Að lokum vil ég ítreka að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur árið 2013 en síðan þá hafa stjórnvöld ekki verið að framfylgja honum og hafa líka ítrekað brotið hann. Ég vil endilega enn og aftur heyra viðhorf hv. þingmanns um þetta málefni.