148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[15:12]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er eitt af því sem fjallað er um í ríkisstjórnarsáttmálanum sem möguleika til þess að efla lýðheilsu. Það er því sannarlega til umræðu við ríkisstjórnarborðið að kanna þá valkosti. Þegar ég brást þannig við í fjölmiðlum á dögunum að þetta væri í mínum huga mikilvæg og góð hugmynd voru margir sem bentu mér á að hægt væri að beita fleiri aðferðum til að bæta lýðheilsu. Ég vil skoða þetta í samhengi, skoða allt saman í einu, en í mínum huga er sykurskattur partur af þessu öllu saman.

En vegna þess sem hv. þingmaður segir almennt um tölur og talnaleikfimi þá er það umtalsverð aukning á milli ára, 0,8% af vergri landsframleiðslu til aukningar milli áranna 2017–2018. Það myndi OECD að minnsta kosti finnast þótt ég viti ekki hvað hv. þingmanni Samfylkingarinnar finnist um það.