148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:48]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég þakka hæstv. ráðherra fyrir. Ef ég skil þetta rétt samkvæmt þessum fjárlögum eigum við sem sagt von á 290 millj. kr. fyrir það að selja heimild til losunar gróðurhúsalofttegunda. Ég er eiginlega bara að velta fyrir mér: Höfum við ekkert með þessa heimild að gera sjálf? Hvers vegna í veröldinni skyldum við losa okkur við heimildir sem við eigum til losunar gróðurhúsalofttegunda? Við erum að tala um — meira að segja hefur maður verið að lesa og sjá það hér að einhvern veginn ættum við orðið fullt af kjarnorku og ég veit ekki hverju og hverju. Ég veit ekki, ég er náttúrlega enginn sérfræðingur, en mér þætti afskaplega vænt um að skilja það virkilega og marga fleiri langar til að skilja það, þekkja það og vita það. Hvað er átt við með því að losa og selja frá okkur heimild til losunar gróðurhúsalofttegunda?