148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.

5. mál
[14:39]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. og hv. þm. Ari Trausti Guðmundsson. Það er allt rétt sem hér hefur komið fram. Þetta mál hefur verið í bígerð alllengi. Ég held að ég vindi mér beint í að reyna að svara þeim spurningum sem hv. þingmaður bar fram til ráðherrans.

Frumvarpið hefur verið alllengi í vinnslu í ráðuneytinu. Það strandar að einhverju leyti á því hvort þarna megi marka tekjustofna inn í sérstakan sjóð. Það er verið að ræða það í kerfinu. Það er nú ástæðan fyrir þessu. En ef niðurstaða kemst í það mál tel ég að ekki ætti að taka langan tíma að koma þessu á. Ég held að ég geti ekki svarað þessu miklu betur en svona.