148. löggjafarþing — 5. fundur,  19. des. 2017.

bankamál.

[13:46]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég er einungis að vísa til þess sem skrifað hefur verið út í stöðugleikaskilyrðunum. Þar er það skrifað út að forkaupsrétturinn sé til staðar. Þar voru menn auðvitað fyrst og fremst að hugsa um það að menn væru ekki að selja sjálfum sér fjármálafyrirtækið á einhverju undirverði til að koma sér undan hinum ætluðu áhrifum stöðugleikaskilyrðanna. Hins vegar segir þar að þegar um er að ræða sölu sem tengist skráningu á markað taki sérstakt fyrirkomulag við. Þannig að það er sleginn varnagli varðandi forkaupsréttinn og nú með þetta fyrirkomulag útskrifað í höndunum er ekki nema eðlilegt að maður vísi bara til þess.