148. löggjafarþing — 6. fundur,  21. des. 2017.

almannatryggingar.

51. mál
[12:38]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Mig langar eiginlega að hafa þetta stutt og segja að ég styð þetta mál, þetta er mjög flott mál. Kollegi minn, hv. þm. Björn Leví Gunnarsson, spurði árið 2016 hver kostnaðurinn væri sem fælist í því að afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Þar kom mjög skýrt fram að það myndi kosta rúmlega 2,4 milljarða. Þetta er alveg gerlegt og við eigum að gera þetta. Hefði Flokkur fólksins leitað út fyrir þingflokkinn hefði hann örugglega fengið mig með á málið.

Ég styð þetta. Þetta er mjög gott mál. Píratar eru búnir að leggja fram breytingartillögu við fjárlögin þess efnis að það verði aukning fjármuna í þennan málaflokk til þess einmitt að gera þetta, þannig að við erum í raun og veru að pæla í mjög svipuðum hlutum.