148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:10]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Aðstæður eru óvenjulegar, er sagt. Það ætti ekki að koma í veg fyrir að menn vandi sig og reyni að fara að þeim ramma sem settur er í kringum lagasetningu af þessu tagi. Hér er mikill hraði á hlutunum. Við sjáum ekki að stjórnin komi mikið til móts við óskir minni hlutans í því frumvarpi sem hér er til afgreiðslu. Sumt er ágætt, annað mjög slæmt. Við þingmenn Viðreisnar treystum okkur ekki til að styðja frumvarpið en ég reikna með að við munum sitja hjá við lokaafgreiðslu.