148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:12]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Aðstæður eru að sönnu mjög óvenjulegar, eins og menn þekkja, en ég get ekki orða bundist og vil lýsa þungum áhyggjum af því að hér skuli efnt til atkvæðagreiðslu um mjög margar og viðamiklar breytingar á tekjuöflunarkerfinu. Það er ekki oft sem maður vill taka sér í munn orð eins og fáránlegt, eins og einn af hv. ræðumönnum hefur gert, en er það nánast eins og í leikhúsi fjarstæðunnar að hafa ekki meiri tíma til undirbúnings heldur en raun ber vitni. Ég ítreka það að ég lýsi mjög þungum áhyggjum af þessum málatilbúnaði öllum.