148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:26]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Þetta er sem sagt um áfengisgjaldið. Þegar við ræddum aftur og aftur og aftur um bús í búðir — sem við gerum ekki núna, af einhverri ástæðu er frumvarp SUS-ara um bús í búðir ekki lagt fram núna — þá lærði ég eitt sem kom frá SÁÁ: Þeir sem borga 26% af áfengisgjaldinu eru tvö komma eitthvað prósent fólks í landinu, eða þeir sem kaupa áfengi. Þetta er alveg ljóst. Það er verið að skattleggja fólkið sem er hvað sjúkast í samfélaginu. Það er það sem áfengisgjaldið gerir. Þetta er náttúrlega veikasta fólkið. Þetta er iðulega fátækasta fólkið. Þetta er í rauninni skattur á fátækt og sjúkt fólk. Ég styð því ekki að hækka gjaldið.