148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:29]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V):

Virðulegur forseti. Hér er verið að samþykkja að framlengja ívilnanir fyrir eina af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem vinna beinlínis gegn markmiðum um orkuskipti í samgöngum, sem vinna gegn markmiðum um að draga úr losun frá samgöngum. Það samsvarar u.þ.b. 1.500 millj. kr. tekjutapi á ári fyrir ríkissjóð, sem er sambærileg fjárhæð og hækkun eignaviðmiða vaxtabóta, sem felld var hér fyrir skömmu, hefði kostað ríkissjóð.

Ég segi nei. [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í: Þú segir já.) Þingmaðurinn segir já. [Hlátur í þingsal.]