148. löggjafarþing — 15. fundur,  23. jan. 2018.

skipun dómara við Landsrétt.

[13:36]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Það er miður að heyra að ráðherra svarar engri af þeim spurningum sem bornar voru fram við hana. Þá er kannski þess að vænta að ráðherra geti svarað spurningunni sem kemur einnig fram í gögnum málsins, sem hafa verið send til þingsins, en í skriflegu svari formanns hæfisnefndar vegna spurningar hæstv. ráðherra um það hvers vegna aðeins 15 voru valdir kemur skýrt fram að mat nefndarinnar var að það væru þessir 15 sem væru hæfastir og eftir því yrði að vinna og þeir sem neðar kæmu væru einfaldlega ekki jafn hæfir.

Í bréfinu kemur einnig fram að ráðherra fundaði tvívegis, í mars og í maí, þar sem ráðherra vildi leggja línurnar um hvernig dómnefndin ætti að starfa. Þetta kemur fram í bréfi frá formanni hæfisnefndar. Því spyr ég hæstv. dómsmálaráðherra: Hvaða erindi átti ráðherra inn í störf nefndarinnar á (Forseti hringir.) meðan hún var enn að störfum, enda á hún að skila faglegri niðurstöðu byggðri á (Forseti hringir.) vandaðri stjórnsýslu en ekki (Forseti hringir.) taka við skipunum frá ráðherra. Getur ráðherra svarað (Forseti hringir.) þessari spurningu: Hvaða erindi átti ráðherra við formann nefndarinnar?