148. löggjafarþing — 18. fundur,  30. jan. 2018.

einstaklingar með þroskaskerðingu og geðræn einkenni.

[13:58]
Horfa

Guðmundur Sævar Sævarsson (Flf):

Virðulegi forseti. Hæstv. heilbrigðisráðherra, jú, þess er getið, ef ég man rétt 31. maí 2017. Þá var tekin ákvörðun um að setja af stað nefnd til að athuga hver þörfin væri. Það var líka tekin ákvörðun um að þörf væri fyrir sértæka deild fyrir einstaklinga með þroskaskerðingu og slæmar hegðunarraskanir. Þetta er málaflokkur sem hefur ekki málastjóra hins vegar. Þessum málum er ekki fylgt eftir. Geðsvið Landspítalans er ekki í stakk búið til að sinna þessum málaflokki. Við erum með almennar móttökudeildir sem geta ekki sinnt þessum einstaklingum. Við þurfum sértæka deild fyrir þessa einstaklinga.

Ég er glaður yfir því að heilbrigðisráðherra skuli taka svona vel í þetta og að það sé verið að skoða þetta mál. Ég geri ráð fyrir að tékkinn verði í pósti eftir helgi.