148. löggjafarþing — 21. fundur,  5. feb. 2018.

lögbann á fréttaflutning.

[15:29]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Ég þakka hæstv. forsætisráðherra góð svör og tel ástæðu til að vænta nokkurs af starfi nefndar sem hún hefur skipað til þess að skoða þessi mál.

Nú vill svo til að lagt hefur verið fram á þessu þingi frumvarp sem ætti að varða þetta mál og við þingmenn ættum kannski að geta sammælst um. Seinni spurning mín snýr að frumvarpi sem Píratar hafa lagt fram til breytingar á lögum um kyrrsetningu, lögbann og fleira. Það lýtur að því að ekki verði hægt að setja lögbann á umfjöllun fjölmiðla án þess að héraðsdómur komi áður að því máli.

Seinni spurning mín er þá til hæstv. forsætisráðherra um hvort hún muni ekki styðja það frumvarp.