148. löggjafarþing — 27. fundur,  21. feb. 2018.

mál frá ríkisstjórninni.

[17:47]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þessi seinagangur ríkisstjórnarinnar er sérstaklega vandræðalegur vegna þess að hér héldu þingmenn Vinstri grænna uppi umræðum um fundarstjórn forseta allt síðasta ár og náðu ekki upp í nef sér fyrir verkleysi þeirrar ríkisstjórnar. Samt kom sú ríkisstjórn, samkvæmt hv. þm. Þorsteini Víglundssyni, fram með helmingi fleiri mál á sama tíma en þessi hefur gert. Ástandið er sérstaklega alvarlegt vegna þess að þetta þing verður gloppótt. Það er slitið í sundur með páskum og svo sveitarstjórnarkosningum. Enn þá vandræðalegra er að hér stóð hæstv. heilbrigðisráðherra við stefnuræðu forsætisráðherra og talaði um að verið væri að bjarga menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu og samgöngukerfinu í landinu. Þetta stefnir í að verða seinvirkasti og óskilvirkasti björgunarleiðangur veraldarsögunnar. [Hlátur í þingsal.]