148. löggjafarþing — 32. fundur,  1. mars 2018.

almenn hegningarlög.

114. mál
[14:32]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir skörulega framgöngu hér í pontunni. Það var bara unun af því að hlusta á hann, bæði gaman og alvara.

Mig langaði til að benda á það þegar talað er um, þótt ég hafi ekki ætlað að fara út í þann sársauka sem lítil sveinbörn verða fyrir þegar er verið að ráðast á þau og umskera, þá er staðreyndin sú að sársaukinn er ekki bara á meðan á aðgerðinni stendur, sem rífur forhúðina algjörlega af kónginum, gjörsamlega skilur allt eftir eitt opið sár, heldur er slengt bleiu á litla barnið á eftir. Það getur hver og einn ímyndað sér það sjálfur hversu lengi þetta tekur að gróa. Hversu lengi mun þetta litla barn gráta, í hversu marga sólarhringa áður en þetta er gróið þannig að það taki ekki út fyrir það?