148. löggjafarþing — 33. fundur,  5. mars 2018.

úrskurðir sýslumanns í umgengnismálum.

229. mál
[16:42]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Það er stórt verkefni og mikið og fylgir því töluverð ábyrgð að eignast barn. Þegar fullorðið fólk tekur á sig þessa ábyrgð þá er það dálítið mikið mál og oft er það nú svo að leiðir skilja að því loknu. Foreldrar, oftast feður, hafa greint frá mikilli þrautagöngu og langvarandi þófi opinberra aðila varðandi umgengni, þegar þeir eru að leitast við að rækja sjálfsagðar skyldur sínar og vernda rétt og þarfir barnsins.

Telur ráðherra að jafnræði ríki í raun varðandi möguleika á sameiginlegu forræði í þeim tilvikum þegar foreldrar barns hafa aldrei verið í sambúð? Telur ráðherra að þarna sé brotalöm í kerfinu og hvað er þá til bragðs?