148. löggjafarþing — 35. fundur,  6. mars 2018.

vantraust á dómsmálaráðherra.

344. mál
[18:58]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég styð að sjálfsögðu þessa vantrauststillögu og tel að allir þingmenn ættu að íhuga það mjög alvarlega að styðja einnig þessa vantrauststillögu. Það hefur verið lagt fyrir okkur að málið er mjög víðtækt og alvarlegt. Áhrif þess eru jú eins og er óafturkallanleg en við getum á ný hafið þær leiðréttingar og lagfæringar sem þarf að grípa til í kjölfarið. Það væri mjög óeðlilegt að sá sem hljóp um og braut allt eigi síðan að laga það sjálfur eftir sig. Það er augljóst að slíkum ráðherra er ekki treystandi til að laga það sem hann braut. Ég hvet ráðherra og þingmenn til að styðja þessa vantrauststillögu og íhuga sannfæringu sína sem þingmenn, hlutverk sitt í eftirliti gegn framkvæmdarvaldinu.