148. löggjafarþing — 38. fundur,  8. mars 2018.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

249. mál
[16:49]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrir þetta andsvar. Varðandi auglýsingarnar, nei, ég misskildi það svo sem ekki. Í fyrsta lagi hefur það ekki verið notað nema í algerum undantekningartilvikum, tilvik sem hafa kannski verið mjög umdeild og forstöðumenn taka því óstinnt upp þegar þeirra starf er skyndilega auglýst.

Varðandi það að flytja menn til í starfi. Það lítur mjög fallega út en það er nú oft þannig að viðkomandi tekur það oft, ekki alltaf, óstinnt upp að vera fluttur til í starfi. Þetta snýst voðalega mikið um virðingu og sóma og slíkt þannig að þegar menn eru fluttir til þá finnst þeim vegið að sínum sóma nema auðvitað þeir séu fluttir hærra. Þó að það sé auðvelt að tala um þetta þá er erfiðara að framkvæma þetta og menn stimpast mjög illilega á móti ef svona kemur til tals, ef þetta er fært í tal við þá. En svo er hinn hluturinn líka, það er verið að flytja menn í starf sem er kannski hærra sett en þeir voru í áður. Þá koma auðvitað líka upp gagnrýnisraddir og sagt: Af hverju var þetta starf ekki auglýst? Við höfum auðvitað oft séð það.