148. löggjafarþing — 40. fundur,  19. mars 2018.

framkvæmd og eftirfylgni barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

329. mál
[17:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Málefni barna eru á mjög mörgum stöðum í stjórnkerfinu okkar. Það er mjög bagalegt þegar fólk þarf að leita fram og til baka eftir því hvar í rauninni skal fjalla um viðeigandi mál. Mér þætti áhugavert að heyra skoðanir ráðherra á því hvað hægt sé að gera til að bæta úr þeim vanda sem börn standa frammi fyrir, t.d. varðandi þriðju valfrjálsu bókun við barnasáttmálann.

Að auki vil ég nefna að barnasáttmálinn gengur eiginlega eingöngu út á það að segja að börn séu líka manneskjur með réttindi eins og allir aðrir. Það ber að taka sérstakt tillit til þeirra á mörgum sviðum. Ekki er verið að segja að börn hafi minni réttindi, þau hafa í raun meiri réttindi. Það er það sem barnasáttmálinn snýst um. Börn eru líka einstaklingar (Forseti hringir.) og manneskjur sem eiga rétt á öllu sem við eigum rétt á.