148. löggjafarþing — 45. fundur,  9. apr. 2018.

skerðingar lífeyristekna hjá TR.

[15:37]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin.

Inni í þessu dæmi er líka að heimilisuppbót skerðist mjög, króna á móti krónu hjá öryrkjum, og annað sem hann kom inn á, krónu á móti krónu skerðingunni. Ég ætla þá bara að trúa því. Nú eru 15 mánuðir síðan ellilífeyrisþegar fengu krónu á móti krónu skerðingar í burtu. Þess vegna tel ég að öryrkjar eigi inni 15 mánuði. Ætlar ráðherra að sjá til þess að öryrkjar fái þetta afturvirkt? Þess eru mörg dæmi að þingmenn og aðrir hafi fengið laun afturvirkt en öryrkjar hafa aldrei fengið leiðréttingu afturvirkt. Ég ætla bara að gera kröfu um að hann sjái til þess í eitt skipti að öryrkjar fái krónu á móti krónu skerðinguna afturvirkt þegar hún verður tekin af.