148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[20:27]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. En áhyggjur sveitarstjórnarmanna í þessum brothættu byggðum eru þær að bátar og fólk sem þeim fylgir muni flytja sig á milli landshluta. Hluti af þeim hópi sem stundar strandveiðar heldur jafnvel heimili á tveimur stöðum á landinu, eins og mjög margir gera reyndar í dag, eru með sumarheimili á einum stað en vetrarheimili á öðrum. Það er ekkert flókið að færa það á milli landshluta í sjálfu sér. Að þessu snúa helstu áhyggjurnar sem ég hef heyrt.

Hins vegar er það að fiskigengd er mismunandi á milli landsvæða eða hafsvæða. Í ákveðnum mánuðum aflast betur fyrir vestan og öðrum fyrir austan. 12 dagar í einum mánuði (Forseti hringir.) geta komið misjafnlega út.