148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

innflutningskvótar á ostum.

[15:13]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Ég vil lýsa yfir mikilli ánægju með þetta svar hæstv. ráðherra og skilning og virðingu gagnvart Alþingi. Það skiptir líka máli því að vilji löggjafans liggur mjög skýr fyrir í þessu máli. Ég vil hrósa hæstv. ráðherra fyrir að tala mjög skýrt. Það mættu kannski fleiri ráðherrar temja sér svona skýr svör.

Ég vonast til að með þessu getum við í atvinnuveganefnd núna strax í næstu viku, nefndavikunni, tekið þetta mál til afgreiðslu þannig að við getum hér á þinginu afgreitt málið í þágu m.a. neytenda og líka þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem við höfum tekist á herðar og breytt þessu þannig að hinn ríki og skýri vilji Alþingis verði virtur og farið eftir honum. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi skýru svör.