148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[15:42]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Herra forseti. Það er til skoðunar núna í Vatnajökulsþjóðgarði hvar eigi að taka gjöld. Líkt og ég nefndi er það nú þegar gert í Skaftafelli og verið að skoða það fyrir Jökulsárlón. Ég vil gjarnan fylgjast með því sem kemur út úr því áður en ég fer að beita mér sérstaklega fyrir því að þetta verði gert, en ég tel mjög mikilvægt að það fjármagn sem kemur núna aukalega inn í þennan málaflokk nýtist mjög vel. Það er hins vegar mikil þörf og ég er mjög meðvitaður um hana. Sumir staðir eru samt þannig að það er ekki hægt að fara í gjaldtöku eins og þessa vegna þess að bílastæði eða klósett eru hreinlegra ekki á friðlýsta svæðinu. Þangað þarf þess vegna líka að beina fjármagni.

Varðandi áhættumatið í (Forseti hringir.) fiskeldinu er ég ekki með á hreinu hversu mikið fjármagn er sett í það, en ég styð að sjálfsögðu að við eflum það áhættumat enda mjög mikilvægt. Ég tel að þar séu ákveðnir annmarkar sem þurfi að taka á.