148. löggjafarþing — 48. fundur,  13. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[01:06]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra talaði af nokkurri hrifningu hér áðan um rafvæðingu sýslumannsembætta. Ég vona að við horfum ekki fram á rafvæðingu lögreglunnar þannig að við sjáum raflögregluþjóna á götuhornum stjórna umferðinni í náinni framtíð að minnsta kosti. Ríkislögreglustjóri hefur talað um að takmarkaður fjöldi og fyrirsjáanlegur skortur á lögreglumönnum, fyrir utan álag á lögreglumenn, birtist á margvíslegan hátt, t.d. í langtímaveikindum, fleiri slysum og auknu brottfalli. Mig langar að ítreka spurningu til hæstv. ráðherra um það hvort ég hafi skilið hann rétt, hvort hann sem fjármálaráðherra sé tilbúinn til að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til þess að fjölga lögreglumönnum umfram það sem áformað er.