148. löggjafarþing — 50. fundur,  16. apr. 2018.

Lyklafellslína.

[15:50]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherra fyrir þetta. Mig langar að ítreka spurninguna: Telur ráðherra að mögulega eigi að breyta lögum til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Ef ráðherra telur að við séum bundin einhvers konar samningum, alþjóðasamningum, sem heimili það ekki, spyr ég hvort ástæða sé til að endurskoða þá samninga. Mig langar gjarnan að fá svör við því.

Síðan vil ég benda hæstv. ráðherra á að hún getur alveg átt frumkvæði að því að funda með sveitarfélögum. Þetta er gríðarlega stórt og mikilvægt mál fyrir þessi sveitarfélög. Mig langar líka að spyrja ráðherra hvort henni finnist koma til greina að lög verði einfaldlega sett sem heimili þessa línu.