148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

skipulag haf- og strandsvæða.

425. mál
[16:56]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta frumvarp og fyrir að leggja það hérna fram. Ég fagna því þótt ég sé ekki alveg búinn að mæla það út og átta mig á því en ég skil grunnþáttinn. Hjá mér vaknaði spurning, sem hv. þingmenn spurðu reyndar áðan, um aðkomu sveitarstjórna að málinu. Árið 2016 var samþykkt frumvarp um nytjastofna sjávar, þang- og þarafrumvarp sem er orðið að lögum.

Ég spyr þá: Er einhvers staðar skörun í því? Ég les hérna t.d. í sambandi við afmörkun frá landi 30 m á stórstraumsflóði (Forseti hringir.) og 115 m á fjöru og annað í þá áttina. Er nokkur hætta á árekstrum í því sambandi?