148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

vátryggingastarfsemi.

247. mál
[16:50]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er með breytingartillögu við þetta mál þar sem í lögunum stendur:

„Fjármálaeftirlitið skal, eftir því sem kostur er, fylgjast með vátryggingaskilmálum sem í boði eru hér á landi …“ Breytingartillaga mín snýst um það að fella brott „eftir því sem kostur er“ og í staðinn standi bara:

„Fjármálaeftirlitið skal fylgjast með vátryggingaskilmálum“, þ.e. að Fjármálaeftirlitið geti ekki sleppt því að sinna því eftirliti sem því er gert að sinna samkvæmt þessum lögum. Með núverandi útgáfu getur það sleppt því og ekkert gerist, það er lögum samkvæmt. Við viljum að Fjármálaeftirlitið sinni þessu eftirliti. Þar af leiðandi er augljóst að fella þarf brott þessi orð sem gefa Fjármálaeftirlitinu smugu til að sleppa því að sinna þessu eftirliti.