148. löggjafarþing — 58. fundur,  2. maí 2018.

eftirlitshlutverk þingsins.

[15:57]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Ég vil bara koma hérna upp og fagna því að farið sé að tala um rétta nefnd í þessu máli, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem að sjálfsögðu á að sinna eftirlitshlutverkinu. Þess vegna spyr ég hæstv. forseta hvort það sé rétt, um leið og þetta mál er skoðað — og ég fagna því að það sé skoðað af því að ég tel að þetta mál hafi gott af því að góðar upplýsingar komi fram — að velferðarnefnd, við fulltrúar nokkrir í velferðarnefnd, séum búin að flækjast inn í trúnaðargögn úr embættismáli, stjórnsýslumáli, að við séum allt í einu komin með upplýsingar um háalvarleg trúnaðargögn. Það er ekki hlutverk velferðarnefndar, heldur er það hlutverk velferðarnefndar að fara með framkvæmd barnaverndarmála og það er það sem við tókum út úr fundinum með ráðherra 28. febrúar og héldum áfram að fylgja eftir. Það er hlutverk okkar. Þannig trúi ég að það sé. Þess vegna fagna ég því að það sé farið að tala um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd (Forseti hringir.) og ég hélt að sú nefnd hefði bara sitt dagskrárvald og þyrfti ekki aðstoð forseta til þess.