148. löggjafarþing — 59. fundur,  3. maí 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[19:02]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Þetta er vissulega næstbesti kosturinn sem liggur fyrir, sú tillaga sem þingmaðurinn ræddi hér um.

Ég hef ekki neinar áhyggjur af því sem hefur verið rætt hér sem ósamræmi í réttindum. Mér finnst einmitt mjög góð rök fyrir að réttindin byggist upp smátt og smátt. Fyrir sumu eru líffræðileg rök eins og varðandi aldursmörkin við neyslu áfengis, önnur rök varðandi líkamlegan og andlegan þroska eins og þarf að fara saman við akstur ökutækja eins og bíla. Það eru félagsfræðileg rök. Mér finnst ágætt samræmi í þessu og einmitt í góðu samræmi við barnasáttmálann um að ungmenni öðlist réttindi smátt og smátt og þar með ábyrgð.

Annað sem þingmaðurinn spurði um, var hvað? Ég man ekki hvað það var, það kemur þá í seinna andsvari.