148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

frumvarp um tollkvóta á osta.

[14:17]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil bara koma hingað upp til að taka undir með hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um þetta stóra hagsmunamál neytenda um innflutningskvóta á ostum. Hér er um einfalda leiðréttingu að ræða. Það var skýr vilji á síðasta þingi um þetta mál og það hefur lengi verið vitað að það liggur á að afgreiða það og er hreinlega til skammar að ekki sé búið að klára málið eins og fullyrt var við nefndina að yrði gert og ég hélt að væri samstaða um.

Ég vona að málið skili sér hingað inn strax og verði jafnvel tekið upp á morgun. Ég er viss um að þingheimur muni hjálpa til við að koma málinu hratt og örugglega í gegn.