148. löggjafarþing — 60. fundur,  8. maí 2018.

frumvarp um tollkvóta á osta.

[14:21]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég ætla að taka undir með hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur varðandi þetta tollamál. Á fagmáli myndi þetta heita einbeittur brotavilji. Hér er um brýnt neytendamál að ræða og það er farið að skaða orðspor okkar hvernig við á þvermóðskufullan hátt þvælumst fyrir þeim samningum sem við þó erum búin að gera. Fólk má gjarnan kalla þessa þrjá flokka framsóknarflokka eða hvað sem er, en þeir eru a.m.k. saman í ríkisstjórn um sérhagsmuni en ekki hagsmuni neytenda.