148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa fjögur bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 384, um ráðherrabíla og bílstjóra, frá Birni Leví Gunnarssyni, á þskj. 731, um opinber störf utan höfuðborgarsvæðisins, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur, á þskj. 498, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra, frá Birni Leví Gunnarssyni, og á þskj. 237, um innflutning á hráum og ógerilsneyddum matvælum, frá Bjarna Jónssyni.

Borist hafa tvö bréf frá umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 747, um förgun eiturefna frá Hellisheiðarvirkjun, frá Ólafi Ísleifssyni, og á þskj. 746, um rannsóknir og mengunarvarnir vegna torfæruaksturs í Jósefsdal, frá Ólafi Ísleifssyni.

Loks hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 773, um eftirlit Fjármálaeftirlitsins með verðtryggðum lánum, frá Ólafi Ísleifssyni.