148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

afgreiðsla þingmannamála úr nefndum.

[15:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Fyrir ekki svo löngu síðan var ég að lofsyngja í þessum stól hversu vel var unnið í velferðarnefnd og þá vorum við að tala um málefni fatlaðra. En ég er kominn á þá skoðun að þetta hafi verið undantekningin frá reglunni, þetta var eina undantekningin. Í dag er allt gaddfreðið. Það er svo freðið að maður er með kuldahroll þegar maður kemur hérna yfir Austurvöllinn og inn í þinghúsið aftur.

Þetta eru óskiljanleg vinnubrögð. Það á að fara að setja smásjá á alla hluti til þess að koma málum út. Við í Flokki fólksins erum með eitt mál í þessari blessaðri nefnd, það er gaddfreðið, vegna þess að stjórnarandstaðan vill ekki hleypa því í gegn, (Gripið fram í: Stjórnin.) stjórnin, fyrirgefið. Það er eins gott að hafa það rétt. Það eru smámunir. Það er beðið um ný gögn. Þegar þau koma er talað um að það sé svo ofboðslegur fjöldi álita sem varðar þetta eina mál. Hvað eru þau mörg? Voru fjögur, orðin fimm, og það fimmta (Forseti hringir.) studdi það að málið ætti að fara út.