148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

afgreiðsla þingmannamála úr nefndum.

[15:51]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hingað upp til að taka undir með hv. þingmönnum sem hér hafa komið og viðurkenna að ég varð fyrir verulegum vonbrigðum með framferði fulltrúa meiri hlutans á nefndarfundi í morgun í velferðarnefnd þar sem ég var varamaður. Þar var gripið til ansi langsóttra raka til að koma í veg fyrir að fjöldi þingmannamála yrði afgreiddur úr nefndinni, vitandi að umræðu um þau er í raun og veru lokið og ekkert sem stóð í vegi fyrir því að þau yrðu afgreidd. Satt best að segja, herra forseti, vantaði bara að einhver segði: Ég á þetta, ég má þetta.

Herra forseti. Þetta er ekki í samræmi við góð fyrirheit í stjórnarsáttmála.