148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:08]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Fleiri hv. þingmenn hafa farið ágætlega yfir það hérna hvernig stjórnarandstaðan og þingmenn stjórnarliðsins héldu uppi sóma þingsins með því að leggja fram mál þannig að hægt væri að ræða eitthvað í þessum þingsal. Loksins þegar stjórninni þóknast að koma með eitthvað og getur komið með eitthvað þá á að stoppa allt frá okkur. Stundum er talað um að stjórnmál séu skák og sumir segja refskák. Í þessu tilfelli er leikurinn þannig að stjórnarandstaðan fékk að leika fyrstu fjóra leikina, síðan ætlar stjórnarliðið að eiga síðustu 10, 12, 14, eða hvað það er, leikina. Það er ójafn leikur. Við hljótum að mótmæla því. Ég reikna fastlega með að hér verði heldur ekkert góður framgangur hjá stjórnarliðinu nema menn sýni þá sanngirni að hleypa þroskuðum málum í umræðu þannig að þjóðin öll geti heyrt, eins og hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir nefndi hér áðan, hvaða skoðanir menn hafa á þeim jafnvel þó að það kunni að vera þeim óþægilegt.