148. löggjafarþing — 61. fundur,  9. maí 2018.

um fundarstjórn.

[17:10]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegi forseti. Það er eiginlega með ólíkindum hvernig vinnubrögðin eru í velferðarnefnd. Það er ekki eins og þetta eina mál sem Flokkur fólksins er með í nefndinni ætti að verða að lögum. Nei, það átti að fara til 2. umr. og það var algjörlega tilbúið til þess. Þetta er alveg stórfurðulegt. Hvað er að óttast við 2. umr.? Á sama tíma mátti annað mál ekki afgreiðast úr nefnd vegna þess að það var til umræðu og eitthvað gæti komið fram þar sem ræða þyrfti eftir á. Maður spyr sig: Við hvern er maður að tala þarna? Það bara bergmálar. Það er ekkert vit í því sem kemur fram. Ef við ætlum að reyna að fá fólk til að bera virðingu fyrir Alþingi segi ég: Guð hjálpi okkur. Það er langt frá því leið til þess að almenningur beri virðingu fyrir Alþingi ef svona vinnubrögð eiga að viðgangast. Ég skil ekki svona vinnubrögð.